Ný Godzilla ljósmynd

Ný ljósmynd hefur verið birt úr nýjustu Godzilla myndinni, Shin Godzilla, sem hefur gengið gríðarlega vel í bíó í Japan frá því hún var frumsýnd nú í sumar. Á myndinni sést skrímslið nokkuð greinilega. Það er ógnarstórt og ófrýnilegt, og það er eins og glóandi hraun kraumi undir húðinni. Skrímslið veldur mikilli skelfingu meðal borgarbúa.

godzilla

Í myndinni er blandað saman fyrsta flokks tæknibrellum og handriti, og samkvæmt frétt MowieWeb þá veldur myndin ekki vonbrigðum, en sagt er að búið sé að skrifa þarna nýjan kafla í sögu japönsku Godzilla myndanna, sem nær 62 ár aftur í tímann, og telur núna 31 mynd alls.

Myndin verður frumsýnd í Bandaríkjunum 11. október nk. undir nafninu Godzilla: Resurgence.

Leikstjórar eru Hideaki Anno og Shinji Higuchi.

Hér fyrir neðan er myndin, sem MovieWeb birti fyrst, í fullri stærð og stikla þar fyrir neðan. Smelltu á myndina til að sjá hana stærri.

godzilla 2