Ný heimildarmynd um Roger Ebert

lifeitselfNý heimildarmynd um kvikmyndagagnrýnandann Roger Ebert er væntanlegt og ber hún nafnið Life Itself. Líkt og segir á plakati fyrir myndina þá var aðeins eitt sem Ebert elskaði meira en kvikmyndir og var það lífið sjálft. Leikstjórar á borð við Martin Scorsese koma fram í myndinni sem segir frá lífi Ebert í máli og myndum.

Ebert var með ómetanlegan skilning á myndmáli og jaðraði það á við náðargáfu. Ebert notaði hvert tækifæri til þess að skrifa um kvikmyndir og notaðist hann við alla miðla til að koma skilaboðum sínum til skila. Þekktastur er hann þó fyrir samstarf sitt með Gene Siskel hjá Chicago Tribune þar sem þeir héldu um árabil úti kvikmyndagagnrýni í sjónvarpi.

Ebert varð fyrsti kvikmyndagagnrýnandinn til að vinna Pulitzer verðlaun í Bandaríkjunum.

Ebert fékk skjaldkirtilskrabbamein árið 2002 og barðist við það í 11 ár. Síðustu árin talaði hann með hjálp talvélar. Síðasti sjónvarpsþáttur sem bar nafn hans var Roger Ebert Presents at the Movies, en þar kom hann stuttlega fram í mynd með gervi höku, en aðrir sáu um að flytja gagnrýni í þættinum. Ebert lést síðan af völdum veikinda sinna í apríl á síðasta ári.

Hér að neðan má sjá fyrstu stikluna úr Life Itself.