Ný kitla fyrir Mandela: Long Walk to Freedom

idris elbaFyrsta kitlan er komin út fyrir myndina um frelsishetjuna og fyrrum forseta Suður – Afríku, Nelson Mandela, Mandela: Long Walk to Freedom.

Myndin er byggð á sjálfsævisögu Mandela frá 1994 og er með breska leikaranum Idris Elba í titilhlutverkinu.

Í myndinni er fjallað um líf Mandela allt frá barnæsku að fangelsun hans og því þegar hann var kjörinn forseti.

Í kitlunni þá sést Elba í hlutverki Mandela ganga á fjalli ásamt hópi barna. Maður fær ekki að sjá andlit hans nálægt, en við heyrum hann segja: „I have walked a long walk to freedom. It has been a long road, and it´s not over yet. They can be taught to love, for love comes more naturally to the human heart.”

Sjáðu stikluna hér fyrir neðan: