Ný plaköt fyrir The Great Gatsby

The Great Gatsby í leikstjórn Baz Luhrmann verður frumsýnd þann 10. maí næstkomandi og er kynningarherferð í hæstu hæðum um þessar mundir.

Ný plaköt sem beinast að aðalpersónum myndarinnar hafa verið sýndar og má sjá Lenardo DiCaprio, Carey Mulligan, Tobey Maguire, Elizabeth Debicki, Isla Fisher og Joel Edgerton í hlutverkum sínum.

Jay Gatsby (Leonardo DiCaprio) – Ungur og dularfullur milljónamæringur með skuggalegt tengslanet.

Daisy Buchanan (Carey Mulligan) – Kynþokkafull en grunnhyggin ung kona.

Nick Carraway (Tobey Maguire) – Útskrifaður úr Yale og fyrrverandi hermaður.

Jordan Baker (Elizabeth Debicki) – Kærasta Nick og atvinnukona í golfi.

Myrtle Wilson (Isla Fisher) – Gift kona en er hjásvæfa Tom Buchanan.

Tom Buchanan (Joel Edgerton) – Hrokafullur milljónamæringur og fyrrverandi fótboltastjarna.

Myndin segir frá rithöfundinum Nick Carraway sem fer frá miðvesturríkjum Bandaríkjanna til New York vorið 1922 þegar djassinn og hið ljúfa líf ræður ríkjum í borginni. Nágranni Nicks í New York er hinn dularfulli milljónamæringur Jay Gatsby og dregst Nick inn í heim hinna ríku, heim sjónhverfinga, ásta og svika.