Jay-Z tónlist mun hljóma í The Great Gatsby

Leikstjórinn Baz Luhrmann er þekktur fyrir að fara oft óvæntar leiðir þegar kemur að tónlist í kvikmyndum sínum. Næsta mynd Luhrmann, The Great Gatsby, er væntanleg í maí nk. og nú hefur verið staðfest hver muni sjá um tónlistina í myndinni, en orðrómur hafði verið uppi um að Prince eða Lady Gaga myndu sjá um tónlistina.  Samkvæmt Twitter síðu söngvarans, lagahöfundarins og upptökustjórans Jeymes Samuel, þá vinnur hann nú með rapparanum og upptökustjóranum Jay-Z að tónlistinni fyrir myndina. “Jay-Z and myself have been working tirelessly on the score for the upcoming #CLASSIC The Great Gatsby! It is too DOPE for words!” segir á Twitter síðunni.

Tónlist Jay-Z hefur nú þegar fengið að hljóma í stiklum fyrir myndina

Hér að neðan eru nokkrar nýjar myndir úr The Great Gatsby og stiklan þar fyrir neðan:

The Great Gatsby kemur í bíó 10. maí í Bandaríkjunum.