Ný sjónvarpsauglýsing fyrir Man of Steel

Ný sjónvarpsauglýsing var frumsýnd í gær í Bandaríkjunum fyrir nýju Superman myndina Man of Steel, sem leikstýrt er af Zac Snyder og framleidd af Christopher Nolan.

Að mestu er hér að ferðinni sama myndefni og birtist í stiklunni ( sem má líka sjá neðst í fréttinni ), en þó má sjá eitt eða tvö ný skot.

Sjáðu sjónvarpsauglýsinguna hér fyrir neðan:

Handrit myndarinnar skrifar David Goyer og Henry Cavill leikur ofurmennið sjálft.

Russell Crowe, Amy Adams, Diane Lane, Kevin Costner, Michael Shannon, Ayelet Zurer, Antje Traue, Richard Schiff and Christopher Meloni koma einnig við sögu í myndinni sem verður frumsýnd 14. júní nk.