Vinur skvettir víni – kitla

Í Bandaríkjunum eru þættirnir Cougar Town með Friends stjörnunni Courtney Cox enn í fullum gangi, en þeir voru sýndir hér á Íslandi á tímabili.

Reyndar hætti ABC sjónvarpsstöðin framleiðslu þáttanna, en önnur stöð, TBS, greip tækifærið og hélt framleiðslunni áfram.

Leikararnir í þáttunum komu saman á dögunum og bjuggu til kitlu fyrir næstu þáttaröð, þá fjórðu í röðinni, en kitlan gengur mest út á rauðvínssull eins og má sjá hér að neðan:

Þættirnir fjalla um Jules, sem leikin er af Courtney Cox. Hún er móðir sem er nýbúin að gifta sig í annað sinn, og leitar eftir stuðningi hjá vinum sínum ( og rauðvíni ).

Þáttaröðin hefst í Bandaríkjunum 8. janúar nk.