Nýjar myndir úr Inherent Vice

Ný kvikmynd frá leikstjóranum Paul Thomas Anderson er væntanleg í desember, en leikstjórinn hefur gert myndir á borð við There Will Be Blood og The Master. Nýjasta myndin ber heitið Inherent Vice og skartar Joaquin Phoenix, Reese Witherspoon og Josh Brolin í aðalhlutverkum. Þar að auki eru Owen Wilson, Benicio Del Toro og Jena Malone í aukahlutverkum.

Inherent Vice er byggð á samnefndri bók frá árinu 2009 og fjallar um hinn skrautlega rannsóknarlögreglumann Larry „Doc“ Sportello (Phoenix) sem rannsakar dularfullt hvarf ungrar stúlku árið 1970. Sportello hjálpar fyrrverandi kærustu sinni við að leysa ráðgátu sem tengist lögreglumönnum sem kallast „Bigfoot“ og er fljótlega komin á kaf í vandræði sem hann ræður varla við.

Myndin verður frumsýnd vestanhafs þann 12. desember næstkomandi. Hér að neðan má sjá nýjar opinberar myndir úr Inherent Vice.

vice

vice1