Samfilm mun í dag, miðvikudaginn 6. júlí, frumsýna kvikmyndina The Legend Of Tarzan í Sambíóunum Álfabakka, Kringlunni, Akureyri og Keflavík, Selfossbíói, Ísafjarðarbíói og Bíóhöllinni Akranesi.
Það eru mörg ár liðin frá því að John Clayton, öðru nafni Tarzan, kom til Lundúna þar sem hann býr nú ásamt sinni heittelskuðu Jane Porter. Dag einn er hann beðinn um að fara aftur til Kongó í opinberum viðskiptaerindum og veit auðvitað ekki að á bak við þá beiðni býr allt annað og meira en sýnist í fyrstu.
Sjáðu stiklu úr myndinni hér fyrir neðan:
Þessi glænýja mynd um Tarzan er eftir leikstjórann David Yates sem leikstýrði síðustu fjórum Harry Pottermyndunum og mun næst senda frá sér myndina Fantastic Beasts and Where to Find Them.
Aðalhlutverk: Alexander Skarsgård, Margot Robbie, Christoph Waltz, Samuel L. Jackson, Djimon Hounsou, Casper Crump og Ella Purnell
Leikstjórn: David Yates
Sýningarstaðir: Sambíóin Álfabakka, Kringlunni, Akureyri og Keflavík, Selfossbíó, Ísafjarðarbíó og Bíóhöllin Akranesi
Aldurstakmark: 12 ára
Áhugaverðir punktar til gamans:
– Alexander Skarsgård, sem er sonur sænska leikarans Stellans Skarsgård, lagði á sig fjögurra mánaða stranga þjálfun og meðfylgjandi mataræði undir stjórn einkaþjálfarans og næringarfræðingsins Magnusar Lygdbäck þar sem hann gerði nánast ekkert annað en að æfa og hafði engan tíma aflögu til að hitta fjölskyldu og vini. Síðan tóku við átta mánaða tökur þar sem hann þurfti að halda sér í þessu formi allan tímann. Alexander segist sjálfur hafa óttast fyrirfram að hann gæti ekki gengið í gegnum þessa þolraun en um leið gat hann ekki hugsað sér að sleppa tækifærinu – og sér varla eftir því núna.
– Þótt persónurnar í myndinni séu auðvitað sóttar í hinar upprunalegu sögur Edgars Rice Burroughs um Tarzan er söguþráðurinn nýr. Hann er eftir handritshöfundana Adam Cozad og Craig Brewer sem sögðu að þeir hefðu til að byrja með leitað fanga í Dark Horse-myndasögublöðunum um Tarzan og þá sérstaklega sögunum Endurkoma Tarzans og Tarzan og gimsteinar Oparborgar Endanlega sagan í myndinni hefði samt við handritsgerðina þróast frá þessum sögum og stæði nú sjálfstæð