Öll Bond-lögin frá versta til besta

Í tilefni af útkomu Spectre hefur Rolling Stone raðað Bond-lögunum upp frá því versta til þess besta.

connery

Ekkert eiginlegt Bond-lag var í fyrstu myndinni, Dr. No sem kom út 1962, en síðan þá hefur hver einasta Bond-mynd getað státað af slíku lagi.

Sam Smith samdi lagið Writing´s On The Wall fyrir Spectre en það er ekki haft með í lista Rolling Stone.

Á meðal flytjenda sem komast ofarlega á listann eru Paul McCartney and Wings með lagið Live and Let Die, Adele með Skyfall og Tom Jones með Thunderball.

Hérna geturðu séð listann í heild sinni ásamt myndböndum, frá versta laginu til þess besta.

Ertu sammála listanum?