Olympia Dukakis látin

Bandaríska leikkonan Olympia Dukakis er látin. Hún lést í gærmorgun í New York og var 89 ára að aldri.

Dukakis hafði marga fjöruna sopið á sviði, í kvikmyndum og sjónvarpi og hlaut Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki fyrir kvikmyndina Moonstruck. Þá er hún einnig þekkt fyrir hlutverk sín í myndunum Steel Magnolias, Mighty Aphrodite, Mr. Holland’s Opus, Look Who’s Talking og Working GIrl.

Það var Apollo Dukakis, bróðir leikkonunnar, sem greindi frá andláti hennar á samfélagsmiðlum í gær. Sagði Apollo heilsu systur sinnar hafa farið versnandi undanfarna mánuði.