Orri er Drakúla – sjáðu alla íslensku leikarana í Skrímslafjölskyldunni 2

Ný bráðskemmtileg teiknimynd kemur í bíó núna á föstudaginn, Skrímslafjölskyldan 2 eða Monster Family 2.

Opinber söguþráður er þessi: Til að frelsa Baba Yaga og Renfield úr klóm skrímslaveiðarans Mila Starr þarf Wishbone fjölskyldan rétt einu sinni að breyta sér í vampíru, Frankenstein skrímslið, múmíu og varúlf. Með hjálp gæludýranna sinna fer skrímslafjölskyldan í ferðalag um heiminn til að bjarga vinum sínum og meðal annars hitta þau ný skrímsli á leiðinni. Þau átta sig á því að enginn er fullkominn og jafnvel þeir sem eru gallaðir á einhvern hátt geta fundið hamingjuna….

Í bæði ensku og íslensku útgáfu myndarinnar er valinn maður í hverju rúmi.

Leikarar eru eftirfarandi:

Með hlutverk Max fer Matthías D. Matthíasson, en Ethan Rouse leikur persónuna í ensku útgáfunni.

Með hlutverk Mílu fer Agla Bríet Bárudóttir en Emily Carey fer með hlutverkið í ensku útgáfunni.

Með hlutverk Fay fer Sigríður Eyrún Friðriksdóttir en Jessica Brown Findlay leikur Fay í ensku útgáfunni.

Með hlutverk Emmu fer Elva Ósk Ólafsdóttir en í ensku útgáfunni fer Emma Watson með hlutverkið.

Frank leikur Sveinn Ólafur Gunnarsson en Nick Frost leikur Frank í ensku útgáfunni.

Með hlutverk Maddox fer Stefán Benedikt Vilhelmsson en Daniel Ben Zenou leikur hann í ensku úgáfunni.

Lára Sveinsdóttir leikur Marlín en Emma Tate leikur hlutverkið í ensku útgáfunni.

Með hlutverk Drakúla fer Orri Huginn Ágústsson en Jason Isaacs leikur Drakúla í ensku útgáfunni.

Baba Jaga leikur Hanna María Karlsdóttir en gamanleikkonan Catherine Tate talar fyrir Baba Jaga í ensku útgáfunni.

Með hlutverk Renfíld fer Guðjón Davíð Karlsson, eða Gói, en Ewan Bailey fer með hlutverkið í ensku útgáfunni.

Kíktu á stikluna hér fyrir neðan: