Örvæntingarfullur Sheen – Stikla

Ný stikla er komin fyrir gamanmyndina A Glimpse Inside the Mind of Charles Swan III. Leikarahópurinn lofar mjög góðu – þarna er mætt sjálft ólíkindatólið Charlie Sheen ásamt þeim Jason Schwartzman og Bill Murray.

Sjáðu stikluna hér að neðan.

Myndin fjallar um grafískan hönnuð sem lifir öfundsverðu lífi, en fyllist örvæntingu þegar kærastan segir honum upp.

Myndin verður frumsýnd þann 8. febrúar nk. í Bandaríkjunum.