Óveðursský yfir Örkinni

Hugsanlegt er að Örkin hans Nóa hafi skemmst í fellibylnum Sandy þegar hann gekk yfir Bandaríkin nú í vikunni. Eftirmynd Arkarinnar stendur við Oyster Bay í Long Island í Bandaríkjunum, og er notuð við tökur stórmyndar Darrens Aronofsky, Noah, en hluti myndarinnar var einmitt tekinn hér á landi í sumar.

 

Mynd af tökustað Noah á Twittersíðu Darren Aronofsky

Engar staðfestar fregnir eru af mögulegum skemmdum, en fréttaveitan the Hollywood Reporter hefur þetta eftir heimildarmanni sem tengist framleiðslu myndarinnar.

„Það eru svo mörg tré sem hafa farið um koll [ og liggja yfir veginum ], þannig að vitum ekkert ennþá fyrir víst,“ sagði heimildarmaðurinn.

Vinnu við myndina var hætt tveimur dögum áður en Sandy náði landi,  og tökuliðið leitaði skjóls. Myndin var einnig tekin í Brooklyn og á Íslandi eins og fyrr sagði.

Noah kemur í bíó 29. mars 2014, og fjallar um það þegar Guð biður Nóa að byggja örk til að bjarga karl og kvenkyns dýri af öllum tegundum áður en syndaflóðið hefst.  Jennifer Connelly, Anthony Hopkins, Logan Lerman og Emma Watson leika einnig í myndinni.