Persónuleikaröskun – Split toppar vinsældarlistann

Nýjasta hrollvekja leikstjórans M. Night Shyamalan, Split, fór ný beint á topp íslenska bíóaðsóknarlistans nú um helgina, og ýtti þar með vinsælustu mynd síðustu tveggja vikna, The Lego Batman Movie, niður í annað sæti listans.

Í þriðja sæti er önnur ný mynd, gamanmyndin Fist Fight, sem fjallar um kennara sem skorar á samkennara sinn í slag.

Tvær nýjar myndir til viðbótar eru á listanum að þessu sinni. Manchester by the Sea, með Casey Affleck í aðalhlutverkinu, sem einmitt fékk Óskarsverðlaunin í gær fyrir frammistöðu sína, fer beint í sjöunda sæti listans, og geimdramað The Space Between Us,  fer beint í 10. sætið.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: