Pitt horfir yfir brennandi borg – plakat

Brad Pitt horfir yfir brennandi borg á nýju kynningarplakati fyrir hasarmyndina World War Z.

World-War-Z-Poster-422x650

Innan við mánuður er í að myndin komi í bíó. Pitt leikur Gerry Lane, starfsmann Sameinuðu þjóðanna, sem reynir að koma í veg fyrir að brjálaðir uppvakningar leggi heiminn undir sig.

Önnur mynd um uppvakninga hefur þegar náð góðum árangri vestanhafs, eða Warm Bodies, sem komst á toppinn yfir vinsælustu myndirnar. Ekki er gefið að World War Z nái toppsætinu því einni viku áður verður Súperman-myndin Man of Steel í leikstjórn Zack Snyder frumsýnd, sem margir bíða afar spenntir eftir.