Nýtt plakat úr World War Z

Nýtt plakat er komið fyrir uppvakningaspennutryllinn World War Z með Brad Pitt í aðalhlutverkinu.

Brad Pitt leikur í myndinni sérfræðing hjá Sameinuðu þjóðunum sem þarf að hjálpa til við að ráða niðurlögum alþjóðlegs uppvakningafaraldurs sem er að leggja heimsbyggðina í rúst.

Eins og sést á plakatinu er Pitt staddur í þyrlu og horfir á eyðilegginguna úr lofti.

Sjáðu plakatið hér fyrir neðan, og stiklu úr myndinni þar fyrir neðan:

World War Z kemur í bíó í Bandaríkjunum og á Íslandi þann 12. júlí nk.

Nýtt plakat úr World War Z

Nýtt plakat er komið fyrir uppvakningaspennutryllinn World War Z með Brad Pitt í aðalhlutverkinu.

Brad Pitt leikur í myndinni sérfræðing hjá Sameinuðu þjóðunum sem þarf að hjálpa til við að ráða niðurlögum alþjóðlegs uppvakningafaraldurs sem er að leggja heimsbyggðina í rúst.

Eins og sést á plakatinu er Pitt staddur í þyrlu og horfir á eyðilegginguna úr lofti.

Sjáðu plakatið hér fyrir neðan, og stiklu úr myndinni þar fyrir neðan:

World War Z kemur í bíó í Bandaríkjunum og á Íslandi þann 12. júlí nk.

Nýtt plakat úr World War Z

Kvikmyndaverið Paramount Pictures hefur birt nýtt kynningarplakat fyrir hasarmyndina World War Z.

Plakatið lofar góðu fyrir myndina, sem kemur út í júní í leikstjórn Marc Forster. Með aðalhlutverk fer Brad Pitt.

World War Z er byggð á skáldsögunni World War Z: An Oral History of the Zombie War eftir Max Brooks. Myndin fjallar um Gerry Lane, starfsmann Sameinuðu þjóðanna, sem reynir að stöðva uppvakningafaraldur sem breiðist út um allan heiminn og ógnar mannkyninu.

Marc Forster hefur leikstýrt myndum á borð við Quantum of Solace, The Kite Runner, Finding Neverland og Monster´s Ball.