The Lord of the Matrix með Sindra Gretars

Eru fantasíurisarnir tveir betur geymdir í fortíðinni?
Má færa rök fyrir að Hringadróttins- og Fylkissaga eldist illa? Í hvaða pattstöðu er fjóra Matrix kvikmyndin stödd? Af hverju er The Fellowship of the Ring talin vera besta myndin í þríleiknum? Hví er Matrix þríleikurinn svona hataður? Þótti einhverjum Red Planet vera góð hugmynd?

Mál þessi ásamt prófíl Peters Jackson, Keanu Reeves og lýðheilsu Vals Kilmer eru á dagskrá í sérinnslagi Poppkúltúrs þessa vikuna. Að sinni fær Tómas Valgeirsson til sín Sindra Gretarsson kvikmyndagerðarmann í menningarlegt bíótal þar sem slegið er á gamla strengi. Þó er líka tilefni til að maukstúdera hvort og hvar saumarnir sjást á tveimur stærstu stórmyndarisum kvikmyndasögunnar, þá í flokki þeirra sem ruddu sinn veg og brutu blöð í brellum á hvíta tjaldinu upp úr aldamótum.

Þá er ekki eftir neinu að bíða en að bjóða fram gyllta hringinn og rauðu pilluna og kanna hvort sé eitthvað mynstur sem tengir hvort tveggja.