Portman verður kvenkyns Þór

Aðeins eru fáeinir dagar síðan tilkynnt var að von væri á nýrri Thor kvikmynd, úr herbúðum Marvel afþreyingarrisans, myndar sem Taika Waititi, sem leikstýrði einmitt Thor: Ragnarok, mun leikstýra. En nú hafa nýjar upplýsingar borist um myndina úr pallborðsumræðum Marvel á Comic Con hátíðinni í San Diego í Bandaríkjunum.

Myndin á að heita Thor: Love & Thunder, og þar mun Chris Hemsworth enn á ný leika Thor Odinson og Tessa Thompson mun leika Valkyria. En það sem kom öllum á óvart var tilkoma leikkonunnar Natalie Portman.

Hún mun samkvæmt nýjustu tíðindum, verða sú sem halda mun á hamri Þórs, Mjölni, og vera með ofurkrafta Þórs, sannkölluð þrumugyðja og í raun kvenútgáfa af Þór. Fullu nafni heitir hún Jane Foster.

Fyrst að Þór missir krafta sína til gyðjunnar, er enn óvíst hvort að Þór verði án allra sinna ofurkrafta í Guardians Vol 3. Mögulega mun hann eftir allt saman ekki koma þar við sögu.

Að auki, var það opinberað af Tessa Thompson að persóna hennar Valkyrie yrði fyrsta opinbera LGBTQ persónan í Marvel heimum.