Prometheus líklegast stranglega bönnuð börnum

Prometheus verður R-Rated í stað PG-13 samkvæmt erlendum fréttamiðlum. Þetta þarf þó ekki að vekja það mikla undrun, enda hafa stiklurnar sýnt að myndin er ansi dimm og líkleg til að vera ekki við hæfi þeirra yngstu (plús að þetta er Ridley Scott sem leikstýrir). Það er samt alltaf gott að fá staðfestingu að framleiðendurnir séu ekki gjörsamlega búnir að missa það.

Vangaveltur voru uppi um það hvort Prometheus yrði í raun PG-13 til að tryggja hærri tekjur í kvikmyndahúsum vestanhafs. Stærsti óttinn á bakvið þær vangaveltur var sá að framleiðendur myndarinnar myndu krefjast þess að fjarlægja eða fegra hryllilegustu atriði myndarinnar til að fá samþykkt lægra aldurstakmark – annað eins hefur nú gerst. Svo verður vonandi ekki í þetta skiptið, en ég (og Tommi) eigum erfitt með að finna síðustu R-Rated sumarstórmynd sem einnig er vísindaskáldskapur og er ekki að raka inn á þekktu franchise merki (áhugasamir geta bent okkur á mynd sem við erum örugglega að gleyma í kommentunum, þetta á ekki að vera erfitt!).

MPAA hefur ekki staðfest aldurstakmark myndarinnar og því eru þetta aðeins getgátur eins og er. Ýmsar vefsíður hafa hins vegar birt ljósmynd af bíómiða fyrir Prometheus með aldurstakmarkinu ‘R’ til þess að styðja mál sitt (sjá mynd hér fyrir neðan). Við verðum hins vegar líklegast að bíða í nokkrar vikur í viðbót til að fá staðfest aldurstakmarkið. Ég verð allavega mjög hissa ef myndin fær ekki Rating R og verður því stranglega bönnuð börnum.

Stikk: