Rambó og sonur í sjónvarp

rambo4-photo-06Fox sjónvarpsstöðin hefur samið um gerð sjónvarpsþáttanna Rambo: New Blood, en eins og nafnið gefur til kynna þá eru þættirnar byggðir á Rambó myndum Sylvester Stallone.

Stallone er einn af framleiðendum þáttanna og mögulega mun hann einnig leika í þáttunum, samkvæmt Deadline vefnum, en þættirnir munu hverfast um Rambo feðga.

Heimildir vefjarins herma að Stallone muni leika sjálfan Rambo, sem hann hefur nú þegar leikið í fjórum bíómyndum. Aðrar heimildir segja að hann muni ekki leika í þáttunum.

Þættirnir fjalla m.a. um flókið samband Rambo og sonar hans, J.R., sem er fyrrum sérsveitarmaður ( Navy SEAL ). J.R. er ný persóna og kom ekki fram í myndunum. Rambo sjálfur verður þó aðalpersónan í þáttunum.

Rambo myndirnar fjalla um, eins og flestir ættu að þekkja, fyrrum Víetnam hermann og sérsveitarmann ( Green Beret ) sem er sérþjálfaður í að komast af úti í óbyggðum, í vopnaburði og skæruhernaði.

Rambo myndirnar eru eftirfarandi: First Blood, Rambo: First Blood Part II, Rambo III og Rambo.