Kvikmyndaframleiðandinn og leikstjórinn George Lucas er auðugastur allra leikstjóra samkvæmt greiningu tímaritsins Next Movie. Eignir Lucas eru metnar á fjóra milljarða Bandaríkjadala. Á eftir honum kemur félagi hans Steven Spielberg með rétt rúma 3 milljarða dala. Fjórða sætið kemur mörgum á óvart, því þar er leikstjórinn Tyler Perry, sem hefur sérhæft sig í gamanmyndum og hafa myndir hans fengið lélega dóma í gegnum tíðina.
1. George Lucas
Eftir að George Lucas seldi Star Wars stórveldið sitt til Disney, þá trónir hann nú mjög örugglega á toppnum. Þó Lucas hafi ekki leikstýrt mikið síðustu ár þá hefur hann auðgast gífurlega á vörum og leikföngum í kringum Star Wars.
2. Steven Spielberg
Leikstjórinn hæfileikaríki hefur hagnast vel á myndum sínum en þar á meðal eru myndir á borð við E.T. og Jurassic Park sem eru sýndar reglulega um allan heim. Myndin Lincoln sem frumsýnd var á síðasta ári gaf einnig vel.
3. James Cameron
Cameron þénaði um 6,4 milljarða á stórmyndinni Avatar, sem er þegar orðin tekjuhæsta mynd allra tíma. Titanic er rétt á hælum Avatar í gróða, sem hann leikstýrði einnig. Cameron ætlar gera þrjár Avatar-myndir til viðbótar. Framleiðsla á öllum myndunum hefst á næsta ári og verður fyrsta framhaldsmyndin frumsýnd í desember 2016. Önnur myndin verður frumsýnd í desember árið eftir og sú þriðja í desember 2018.
4. Tyler Perry
Það þekkja eflaust fáir nafnið, en þessi leikstjóri hefur sópað inn peningum í Bandaríkjunum. Perry gerir oftast kvikmyndir fyrir lítin pening, en fyrir stóran markað. Sumir hafa verið svo djarfir að kalla hann hinn svarta Adam Sandler. Meðal kvikmynda sem Perry hefur leikstýrt eru Diary Of A Mad Black Woman, Madea’s Witness Protection og I Can Do Bad All By Myself.
5. Michael Bay
Michael Bay hefur grædd vel á hasarmyndunum Transformers, m.a hann um 9,6 milljarða króna á Transformers: Revenge of the Fallen, bæði fyrir leikstjórn sína og framleiðslu. Alls græddi myndin tæpa 107 milljarða í miðasölu víðs vegar um heiminn. Bay fékk einnig í vasann um 3,6 milljarða fyrir DVD-sölu myndarinnar og um 1,6 milljarða fyrir leikfangasölu og gjöld tengd höfundarrétti hans