Rockhjónin skilja

Gamanleikarinn vinsæli Chris Rock og eiginkona hans Malaak Comton-Rock hafa ákveðið að skilja, en talsmaður leikarans staðfesti þetta í samtali við Variety kvikmyndaritið.

 

chris rockEiginkona Rock hefur stutt góðgerðarstarf og er stofnandi styleWorks samtakanna, sem eru ekki rekin í hagnaðarskyni.

„Eftir vandlega íhugun og 19 ára hjónaband, þá hafa Chris og ég ákveðið að fara hvort í sína áttina,“ sagði Comton-Rock í yfirlýsingu.

„Ég átta mig á að þetta er mikil breyting á mínum högum, en börnin verða aðalatriði í mínu lífi hér eftir sem endranær, og ég bið um skilning og að einkalíf okkar verði virt á þessum tímapunkti.“

Rock hefur átt annríkt að undanförnu við að kynna nýjustu mynd sína, Top Five, en myndin var nýlega frumsýnd í Bandaríkjunum og hefur hlotið góðar viðtökur.

Rock og Malaak eiga tvær dætur, Lola Simone 12 ára og Zahra Savannah, 10 ára.