Rowan Atkinson í Johnny English 2

Nú er unnið hörðum höndum að Johnny English 2, framhaldinu af grínmyndinni frá árinu 2003. Rowan Atkinson, sem er hvað þekktastur fyrir að leika aulabarðinn Mr. Bean, fór með aðalhlutverkið í fyrri myndinni og snýr aftur í Johnny English 2.

Í framhaldinu, sem gerist nokkrum árum eftir fyrri myndina, er njósnarinn klaufalegi Johnny English staddur í Asíu eftir að hafa verið vikið frá störfum. En þegar yfirmenn hjá MI-6 uppgötva eitt stærsta samsæri sögunnar þurfa þeir að kalla Johnny English aftur til starfa. Hér fyrir neðan má sjá Atkinson í hlutverki njósnarans, en þetta er sú fyrsta sem lendir á netinu. Meðal annarra leikara í Johnny English 2 er Gillian Anderson og Dominic West.

– Bjarki Dagur