Rússinn Ivan Krasko 84 ára kvænist 24 ára konu

Hinn þekkti 84 ára gamli rússneski kvikmyndaleikari Ivan Krasko hefur kvænst fyrrum nemanda sínum, Natalya Shevel, 24 ára, en þau kynntust þegar hann var að kenna henni í háskóla í St. Pétursborg. Það var ást þeirra á ljóðum sem sameinaði þau.krsko

„Tvær einmana manneskjur hafa ákveðið að styðja hvort annað,“ sagði Krasko sem er sex barna faðir, í viðtali við REN TV.

Frá þessu er sagt í The Independent og birtar myndir af brúðkaupinu.

„Ég vildi að Natalia gæti eignast dóttur, en það er aðeins draumur gamals bjána,“ sagði Kranko.

„Við einfaldlega þörfnumst hvors annars.“

Krasko klæddist í brúðkaupinu gömlum einkennisbúningi sem hann var í þegar hann var í sovéska hernum á sjötta áratug síðustu aldar.

Leikarinn varð frægur fyrir leik í tugum rússneskra kvikmynda og sjónvarpsþáttaraða.

Shevel er fjórða eiginkona hans, en sú þriðja var Natalya Shchepinsky, sem var einungis 47 árum yngri en hann.

Shevel sagði að eiginmaður hennar, sem á einnig þrjú barnabörn, hafi „lofað“ henni að minnsta kosti sjö árum saman.

Hjónin eru nú á brúðkaupsferð í Frakklandi og á Ítalíu.