Sam Taylor – Johnson færir 50 Shades of Grey á hvíta tjaldið

fiftyMyndlistarmaðurinn, ljósmyndarinn og kvikmyndaleikstjórinn Sam Taylor-Johnson (Samantha Louise Taylor-Wood)  hefur verið ráðin til að leikstýra kvikmyndinni sem gera á eftir hinni erótísku metsölubók 50 Shades of Grey eftir E.L. James. 

Bókin fjallar um ósnortna stúlku sem er að útskrifast úr framhaldsskóla, Anastasia Steele, sem send er til að taka viðtal við hinn myndarlega 28 ára gamla milljarðamæring og kvalalostaáhugamann, Christan Grey. Hann gerir henni tilboð um að verða sér undirgefin, og hún er tvístígandi um það hvort hún eigi að samþykkja tilboðið, á meðan þau stunda fullt af óvenjulegu kynlífi.

sam taylor-johnsonBókin, og framhaldsbækurnar tvær, hafa  notið gríðarlegra vinsælda, og selst í meira en 70 milljónum eintaka um allan heim. Bækurnar hafa selst hraðar en nokkur önnur kilja í sögunni, og undirbúningur að gerð kvikmyndar hefur staðið um nokkra hríð.

„Geta Sam til að sýna flókin ástarsambönd, tilfinningar og kynferðislega spennu, gera hana að frábærum kosti í það verkefni að gæða þau Christian og Anastasia lífi á hvíta tjaldinu,“ segir framleiðandi myndarinnar Michael De Luca.