Sigurmynd Óskarsins sýnd aftur í AXL

Kvikmyndin Everything Everywhere Alll At Once (e. EEAAO) hlaut á dögunum sjö Óskarsverðlaun, meðal annars í flokki bestu kvikmyndar, bestu leikstjórnar og fyrir bestu klippingu.

Í tilefni þess mun verður haldin sérstök sýning á myndinni í kvöld (20. mars), í AXL-sal Laugarásbíós kl. 21:00. Myndin var sýnd í fáum kvikmyndahúsum á Íslandi og eru eflaust margir sem sjá eftir því að hafa ekki fengið að upplifa þetta verk á stærri skjá.

Ef þú vilt sjá myndina aftur, átt enn eftir að sjá eða þekkir einhvern sem hefur ekki enn séð hana, er þetta kjörið tækifæri til að ná þessu yndislega súra ævintýri aftur á risa tjaldi.

Með aðalhlutverkin fara Michelle Yeoh, Ke Huy Quan, Stephanie Hsu, Jamie Lee Curtis og James Hong.