Sjáðu Thor berjast við Malaketh – myndband

Það er ekki auðvelt að komast nálægt tökum á stórmyndum eins og Thor 2: The Dark World, eins og þeir vita sem reyndu að fá að heimsækja tökustað myndarinnar hér á landi fyrr á þessu ári.

Myndbandið hér að neðan er eitt af þessum hálfgerðu njósnaramyndböndum sem hafa verið að birtast af og til frá tökustað myndarinnar, en myndbandið var upphaflega birt á vefsíðunni splashnewstv.

Á vídeóinu sem er hér að neðan sjáum við Thor sjálfan, Chris Hemsworth, að berjast við Malaketh, leikinn af Christopher Ecclestone.

 

Thor 2 er væntanleg í bíó 13. ágúst 2013.