Skrýtið að leika Gollum aftur

Andy Serkis fannst skrýtið að leika persónuna Gollum á nýjan leik í Hobbitanum.

„Það var mjög skrýtið að heyra röddina hans aftur og erfitt að komast aftur inn í karakterinn,“ sagði Serkis við Total Film.

„Fyrst leið mér undarlega, eins og ég væri að herma eftir einhverjum sem ég hefði einhvern tímann leikið. Ég þurfti nokkra daga til að kafa djúpt og ná tengslum við hann, ekki bara á yfirborðskenndan hátt. Ég hef aldrei lent í slíku áður.“

Hobbitinn verður frumsýnd hérlendis á annan í jólum.