Skyfall vinsælust 2012 – bíógestum fækkar um 4,7%

Skyfall, nýjasta James Bond myndin, var aðsóknar- og tekjuhæsta bíómynd á síðasta ári á Íslandi, en á hæla henni í tekjum talið kom íslenski spennutryllirinn Svartur á leik. Tæplega 79.500 manns sáu Skyfall en tæplega 62.800 sáu Svartur á leik. Í þriðja sæti er lokahluti Batman þríleiksins, The Dark Knight Rises, en tæplega 63.700 sáu hana, örlítið fleiri en sáu Svartur á leik, en heildartekjurnar voru minni, eða rúmar 70 milljónir króna.

Hér að neðan er listi yfir 20 stærstu myndir ársins 2012 á Íslandi þar sem eru 17 amerískar myndir, 2 íslenskar og 1 frönsk .

 

 

 

 

 

 

 

Í tilkynningu frá Smáís segir að árið 2012 hafi verið seldir 1.443.241 miði fyrir 1.529.245.064.– krónur í kvikmyndahús á Íslandi.

„Er þetta fækkun á bíógestum um tæp 4.7% á milli ára en heildartekjur eru þó upp um 2.3% miðað við árið 2011.

Meðalverð á bíómiða á Íslandi árið 2012 var 1059 kr. sem er ennþá það lægsta sem gerist á meðal nágrannaþjóða okkar enda eru þetta nánast sömu kjör og  Bandaríkjamenn njóta þar sem meðalverð á bíómiða þar í landi var 1.054.kr.*

Eins og svo oft áður einkennist topp listinn af bandarískum framhaldsmyndum en þó er athyglisvert að sjá að það ná aðeins tvær myndir, sem eru á enskri tungu, að vera meðal fimm efstu myndanna að þessu sinni.
James Bond í Skyfall náði efsta sætinu á lokasprettinum, enda er sú mynd orðin langstærsta Bond mynd allra tíma, bæði hér sem og í öðrum löndum. Svartur á Leik er í öðru sæti og nýjasta ævintýrið um Batman var geysivinsælt og er í þriðja sæti en einnig vekur athygli að The Hobbit er í því sjöunda eftir að hafa aðeins verið í sýningu í sex daga árið 2012.

Tvær íslenskar myndir ná inná topp 20, Svartur á Leik er í öðru sæti og framlag íslendinga til óskarsverðlauna, Djúpið er í 4 sæti. Í heildina voru íslenskar myndir 11.3% af heildartekjum á markaðnum sem er meira en 2011 þegar hlutdeild íslenskra mynda var tæplega 9.3%.
Það er einnig áhugavert að sjá að kvikmyndin Intouchables er eina myndin sem kemst inná topplistann, sem ekki er íslensk eða á enskri tungu, og er núna stærsta mynd allra tíma á Íslandi í þeim flokki, fimmta stærsta mynd 2012,“ segir í tilkynningu Smáís.