Sofia Vergara er með brjóst sem drepa

Modern Family stjarnan Sofia Vergara er ekki árennileg á nýju plakati fyrir myndina Machete Kills, sem er framhald myndarinnar Machete eftir Robert Rodriguez.

Eins og sjá má á plakatinu hér fyrir neðan þá er hún í miðjum byssubardaga og skýtur skotum út um brjóstin eins og enginn sé morgundagurinn:

Persónan sem Sofia leikur í myndinni heitir Desdemona og er hörkukvendi með vélbyssubrjóstahaldara.

Í myndinni hér fyrir neðan er mynd sem tekin var á tökustað myndarinnar síðasta sumar:

Ásamt Vergara leika í myndinni m.a þau Danny Trejo, Amber Heard, Alexa Vega, Antonio Banderas, Demián Bichir, Michelle Rodriguez, Lady Gaga, Charlie Sheen, Jessica Alba, Vanessa Hudgens og Mel Gibson.

Í Machete Kills þá er þorparinn Machete ráðinn af forseta Bandaríkjanna, sem Charlie Sheen leikur, til að ráðast gegn klikkuðu illmenni sem er bæði byltingarsinnaður og vellauðugur, og ætlar að koma á allsherjar stjórnleysi um öll hin byggðu ból.

Myndin verður frumsýnd 13. september nk. í Bandaríkjunum.