Sommers tæklar G.I. Joe 2

Þessar fréttir koma svosem engum á óvart en í smátíma var mikil óvissa í kringum það hver ætti að leikstýra framhaldinu á G.I. Joe, sem græddi talsverðan pening í fyrrasumar en var ekki beinlínis í góðu áliti á meðal gagnrýnenda og áhorfenda yfir 12 ára.

Menn vilja samt halda því fram að G.I. Joe 2 verði betri þar sem hún er skrifuð af sömu handritshöfundum og pennuðu Zombieland, sem kom út síðasta haust. En ástæðan fyrir því að Sommers var ekki negldur niður til að leikstýra átti víst að vera sú að hann lenti í einhverjum deilum við stúdíóið á meðan eftirvinnslu stóð á fyrri myndinni. Heimildarmenn segja að þetta sé allt að baki núna.

Fyrir þá sem ekki muna hver Sommers er þá er hann ábyrgur fyrir myndir eins og The Jungle Book (’94), Deep Rising (sú vanmetna B-mynd), The Mummy, The Mummy Returns og Van Helsing svo einhverjar séu nefndar.

En nú spyr ég ykkur, bara í ganni. Hvor blockbuster leikstjórinn er betri/verri að ykkar mati: Stephen Sommers eða Michael Bay??

T.V.