Song úr Sníkjudýrunum ráðinn í Broker

Song Kang-ho, aðalleikari Óskarskvikmyndarinnar Parasite, eða Sníkjudýrin eins og hún hét hér á Íslandi, og Snowpiercer frá árinu 2013, hefur verið ráðinn í aðalhlutverk kóresku kvikmyndarinnar Broker.

Sníkjudýr gægist út um gluggann.

Um er að ræða fyrstu kvikmynd japanska kvikmyndaleikstjórans Hirokazu Kore-eda í Kóreu, en hann á að baki Cannes verðlaunakvikmyndina Shoplifters, sem einnig var tilnefnd til Óskarsverðlauna árið 2018.

Með önnur helstu hlutverk í Broker fara Gang Dong-won og Bae Doona. Kvikmyndin segir frá einstaklingum sem kynnast í tengslum við dularfullt „Barnabox“, en það er hannað fyrir fólk sem getur ekki alið önn fyrir börnum sínum, og getur skilað þeim nafnlaust í sérstakt skilahólf.

Tökur myndarinnar eiga að hefjast á næsta ári, 2021.