Spader verður Ultron í The Avengers: Age of Ultron

james spaderJames Spader hefur verið ráðinn í hlutverk Ultron í nýju Avengers myndinni, The Avengers: Age of Ultron. Ultron, er eins og nafnið gefur til kynna, lykilpersóna í myndinni, og aðal þorpari myndarinnar.

The Avengers: Age of Ultron er leikstýrt af Joss Whedon og verður frumsýnd 1. maí, 2015. Myndin er önnur myndin í The Avengers seríunni, en fyrri myndin sló öll aðsóknarmet þegar hún var frumsýnd í fyrra.

Spader er þekktur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Boston Legal en sást síðast á hvíta tjaldinu í Spielberg myndinni Lincoln. Leikarinn er á leiðinni aftur á sjónvarpsskjáinn en hann hefur tekið að sér aðalhlutverkið í dramaþáttunum The Blacklist á NBC.