Stan Lee áfram í Marvel myndum

Marvel höfundurinn Stan Lee mun koma fram í næstu Marvel ofurhetjukvikmynd, Avengers: Endgame, sem frumsýnd verður 26. apríl nk. þrátt fyrir að hann hafi látist 12. nóvember sl. Kevin Feige forstjóri Marvel Studios hefur staðfest þetta við fjölmiðla.

Leikur Lee í myndinni verður ekki sá síðasti, þrátt fyrir þessa óvenjulegu stöðu, því mögulega mun hann einnig koma fram í Spiderman: Far from Home, sem frumsýnd verður 5. júlí nk.

Feige sagði í samtali við Entertainment Tonight vefsíðuna að gestahlutverk ( e. cameo ) í Avengers: Endgame yrði ekki síðasta hlutverk Lee.

Þegar hann var spurður nánar út í málið og hvort Lee myndi leika í Spider-Man: Far From Home, sagði Feige: „Við sjáum til. Við stefnum að því – við tókum upp nokkur atriði, þannig að við erum að koma að þeim síðustu, já.“

Eins og Marvel aðdáendur vita mæta vel þá lék Lee, sem var allt í öllu í Marvel um árabil, og lést eins og fyrr sagði í fyrra, 95 ára gamall, lítið gestahlutverk í öllum kvikmyndum í Marvel Cinamatic Universe.

Og þeir sem hafa séð nýjustu ofurhetjukvikmyndina frá Marvel sem nú er í bíó, Captain Marvel, vita líka, að þar kemur Stan Lee þar fram í gestahlutverki, sitjandi í lest að lesa handritið að kvikmynd Kevin Smith, Mallrats.

Stikk: