Star Wars: Nýtt plakat fyrir Rogue One

Nýtt plakat fyrir nýju Star Wars myndina Rogue One: A Star Wars Story var frumsýnt á Star Wars Celebration ráðstefnunni sem sett var í dag í Lundúnum. Hægt er að fylgjast með ráðstefnunni á Twitter í gegnum myllumerkið #SWCE

Hér er heimasíða Star Wars Celebration ráðstefnunnar.

Á þessari umfangsmiklu Star Wars hátíð er mikið um dýrðir;  sýningarsvæði, pallborðsumræður, leikarar úr myndinni koma fram, hægt er að kaupa allskyns Star Wars varning, og þar fram eftir götunum.

Myndin verður frumsýnd 16. desember nk.

Sjáðu plakatið hér fyrir neðan, en svo virðist sem þarna sé Dauðastjarnan sjálf í byggingu í bakgrunni. Efst á plakatinu stendur svo nýtt vígorð myndarinnar: A Rebellion Built on Hope, eða Uppreisn byggð á von.

rogueone