Statham í framhaldi Layer Cake

JJason Statham og félagi hans og umboðsmaður Steve Chasman hafa keypt kvikmyndaréttinn að bók J.J. Connolly Viva La Madness. Bókin er framhald bókarinnar Layer Cake, en gerð var kvikmynd eftir henni árið 2004 með Daniel Craig í aðalhlutverkinu. Matthew Vaughn leikstýrði Layer Cake.

Connelly mun sjálfur að skrifa handritið að myndinni, rétt eins og hann gerði í Layer Cake.

Statham mun leika hina nafnlausu aðalpersónu myndarinnar sem var í lok Layer Cake að reyna að halda lífi eftir að hafa fengið byssuskot í sig.

Sagan byrjar á því að aðalpersónan er hætt að vinna og vill setjast að einhversstaðar á heitum og notalegum stað, en í staðinn flækist hann í eiturlyfjasölu, peningaþvætti, hátæknisvik, pretti, og fleira óskemmtilegt.

Statham má næst sjá í Homefront, The Expendables 3 og  Fast & Furious 7.