Statham í stuði – Ný stikla

Hinn eitilharði Jason Statham situr ekki auðum höndum og dælir út spennumyndunum eins og enginn sé morgundagurinn. Nú er væntanleg spennumyndin Parker, en hún fjallar um mann að nafni Parker sem Jason Statham leikur. Einnig leika í myndinni Jennifer Lopez og Nick Nolte.

Eins og sjá má í stiklunni hér að neðan er þarna nokkuð sígildur Statham á ferðinni, hangandi alblóðugur utaná háhýsi, skutlandi sér út um glugga á bíl á fleygiferð, og fleira og fleira.

Sjón er sögu ríkari:

Leikstjóri Parker er Taylor Hackford, sem áður hefur leikstýrt Ray og An Officer and a Gentleman, sem við fyrstu sýn eru býsna ólíkar Parker!  Myndin er gerð eftir metsöluskáldsögum Donald E. Westlake. 

Sjáðu plakatið fyrir myndina hér að neðan:

Myndin verður frumsýnd þann 25. janúar nk.