Stiklan fyrir Djúpið finnur yfirborðið

Loksins, loksins er komin fyrsta stiklan fyrir nýjustu kvikmynd Baltasar Kormáks, Djúpið. Það er ákaflega stutt í þetta hremmingadrama sem byggist að hluta til á þegar Guðlaugur Friðþórsson, áhafnarmeðlimur bátsins Helliseyjar VE503 kom sér til lands þegar bátnum hvolfdi í mars árið 1984, en hann var sá eini eftirlifandi.

Myndin er byggð á samnefndu leikriti eftir Jón Atla Jónsson sem er kreditaður sem handritshöfundur myndarinnar ásamt Balta og myndin skartar m.a. skegglausum (og extra myndarlegum) Ólafi Darra í aðalhlutverki ásamt Birni Thors, Þresti Leó Gunnarssyni, og Stefáni Hall Stefánssyni. Það kemur reyndar á óvart að Ingvar E. Sigurðsson fer ekki með hlutverk í myndinni, en hann leikur nefnilega aðalhlutverkið í Borgarleikhúsinu.

Stiklan lofar mjög góðu og þið verðið ábyggilega fegin að heyra að það er minna en mánuður í ræmuna, en hún er frumsýnd hér á landi 21. september og verður heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto sem haldin er 6. til 16. september.