Stiller og Carrell milli burkna hjá Galifinakis

Viðtalsþættir Zach Galifinakis, Milli tveggja burkna, eða Between Two Ferns, halda áfram, en Galifinakis fær heimsþekkta leikara til sín í viðtal og spyr þá spjörunum úr Á dögunum mætti Ben Stiller til Galifinakis til að ræða nýjustu mynd sína Greenberg og útkoman er sprenghlægileg, eins og nær alltaf í þessum þáttum.

Steve Carrell ætlar sko aldeilis ekki að láta Galifinakis grilla sig, en mistekst auðvitað hrapallega, og Galifinakis gerir hraustlega grín að nefinu á honum.