Það var líf og fjör á frumsýningu nýjustu Indiana Jones myndarinnar í Ásberg, Sambíóunum Kringlunni, í gærkvöldi. Ingvar E. Sigurðsson, Högni Egilsson, Dóra Júlía, Gísli Örn Garðarsson og fleiri góðir gestir létu sig ekki vanta.
Einnig mættu stjörnur eins og Hannes Þór Halldórsson vítabani og leikstjóri, lil Curly og Alex from Iceland samfélagsmiðlastjörnur, Birgitta Líf, DJ Danni Deluxe, Tommi Steindórs, Björn Ingi fjölmiðlamaður, Árni Samúelsson „bíó kóngur“ og margir margir fleiri.
Indinana Jones nálgast eftirlaunaaldur og reynir að passa inn í heim sem virðist vera orðinn honum framandi. En þegar gamall óvinur birtist þá þarf hetjan okkar að taka fram svipuna og hattinn til að koma í veg fyrir að fornir og kraftmiklir helgigripir lendi í röngum höndum. ...
Myndin var sýnd í einum glæsilegasta lúxussal landsins; Ásberg í Sambíóunum Kringlunni. Salurinn hefur að mörgu leiti sett ný viðmið þegar kemur að kvikmyndaupplifun hér á landi og eru sætin, mynd og Atmos-hljómgæði með því allra besta sem gerist á Íslandi og þótt víðar væri leitað.
Gestir hæstánægðir
Samkvæmt upplýsingum frá SAM bíóunum voru bíógestir hæstánægðir með myndina. Langflestir voru á því að þetta væri ein af betri Indiana Jones myndunum og hana væri nauðsynlegt að sjá í bíó.
Allir voru samkvæmt SAM bíóunum á því að Harrison Ford, sem leikur Indiana Jones, hafi sjaldan verið jafn sprækur og að á honum væri engan bilbug að finna þó hann verði 81 árs í júlí nk.
Kíktu á myndirnar hér að neðan sem teknar eru af ljósmyndaranum Mumma Lú.