Nýtt í bíó – Fantastic Beasts And Where To Find Them

Samfilm frumsýnir ævintýramyndina Fantastic Beasts And Where To Find Them þann 17. nóvember nk. í Sambíóunum Álfabakka, Egilshöll, Kringlunni, Akureyri og Keflavík. Laugarásbíói, Selfossbíó, Bíóhöllinni Akranesi, Ísafjarðarbíói, Króksbíói og Skjaldborgarbíói.

fantastic-beasts

Þegar galdrapilturinn og fræðimaðurinn Newt Scamander kemur til New York árið 1926 í leit að töfraverum sem hann hefur einsett sér að rannsaka og bjarga þegar það á við, veit hann ekki að stórhættuleg og kraftmikil vá vofir yfir borginni.

Myndin gerist í galdrasamfélagi New York-borgar og er hugarfóstur J.K. Rowling sem skrifaði Harry Potter-sögurnar. Myndinni er leikstýrt af David Yates sem leikstýrði síðustu fjórum Harry Potter-myndunum.

Sjáðu stiklu úr myndinni hér fyrir neðan:

Aðalhlutverk: Eddie Redmayne, Ezra Miller, Colin Farrell, Zoë Kravitz, Ron Perlman, Katherine Waterston, Dan Fogler, Alison Sudol og Jon Voight

Aldurstakmark: 9 ára

fantastÁhugaverðir punktar til gamans: 

-Handritshöfundur myndarinnar er J.K. Rowling sjálf og er þetta fyrsta handritið sem hún skrifar, en það er byggt á leiðbeiningabók Newts Scamander sem var ein af þeim bókum sem kenndar voru við Hogwarth-skóla þar sem Harry Potter stundaði sitt galdranám.

-Þess má geta að þessi mynd er bara fyrsta myndin af fimm sem gerðar verða um töfraheima New York-borgar og mun Rowling sjálf skrifa öll handritin. Búið er að ákveða að David Yates muni einnig leikstýra næsta kafla sem frumsýndur verður haustið 2018. Reyndar er ekki komið á hreint hvort allir kaflarnir fimm innihaldi Newt sjálfan, en Eddie Redmayne mun a.m.k. leika hann í kafla tvö.

-J.K. Rowling vill leggja áherslu á að Fantastic Beasts tengist ekki sögunum um Harry Potter nema óbeint, þ.e. að hún er ekki forsaga þeirra að neinu leyti heldur allt önnur saga úr öðrum galdraheimi.