Svona lítur Craig út í Logan Lucky

Fyrsta ljósmyndin af James Bond leikaranum Daniel Craig í hlutverki sínu í nýjustu mynd Steven Soderbergh, Logan Lucky, hefur verið birt, en segja má að Craig sé þarna orðinn ljóshærð útgáfa af Bond.

Myndin er væntanleg í bíó síðar á árinu.

Logan Lucky er mynd um rán, og segir frá ævintýrum bræðranna Clyde og Jimmy Loga, sem Adam Driver og Channing Tatum leika, sem skipuleggja útsmogið rán á meðan á vinsælum kappakstri stendur.

Craig leikur Joe Bang.

Á myndinni sjá um við Tatum og Driver í bakgrunni, og það er greinilegt að þríeykið hefur eitthvað misjafnt á prjónunum.

Logan Lucky verður fyrsta kvikmynd Soderbergh í fullri lengd í meira en fjögur ár, en síðasta mynd hans var hin ævisögulega Behind the Candelara, frá árinu 2013.

Þar á undan sendi hann frá sér Magic Mike og Side Effects.

Auk þeirra Craig, Tatum og Driver, þá leika í Logan Lucky þau Riley Keough, Hilary Swank, Seth MacFarlane og Katie Holmes.

Myndin kemur í bíó í Bandaríkjunum 13. október nk.