Syfy að framleiða The Adjustment Bureau sjónvarpsþætti

Það var tilkynnt í dag að sjónvarpsstöðin Syfy væri að setja þætti byggða á myndinni The Adjustment Bureau í framleiðslu. Þættirnir verða framleiddir af framleiðanda myndarinnar, MRC, og skrifaðir af fyrrum-Smallville handritshöfundunum Darren Swimmer og Todd Slavkin. Handritshöfundur og leikstjóri myndarinnar, George Nolfi, mun einnig sjá um að framleiða þættina.

Hingað til er ekkert vitað um söguþráð þáttanna, en myndin var byggt á smásögunni Adjustment Team eftir Philip K. Dick. Myndin fjallaði um ást milli upprennandi stjórnmálamanns (leikinn af Matt Damon) og dansara (leikin af Emily Blunt) sem af einhverjum ástæðum fer fyrir áætlun lífs þeirra beggja. Til að leiðrétta mistökin er ‘Aðlögunnar Deildin’ fengin í verkið, en hún sér til þess að lífs-áætlun allra fari samkvæmt áætlun.

Það verður áhugavert að sjá hvernig mynd eins og Adjustment Bureau verður gerð að þáttum, en nýlega var einnig ákveðið að gera þætti byggða á sci-fi myndinni Source Code.