The Avengers: Ofmetnasta mynd 2012

Marvel ofurhetjustórmyndin The Avengers, sem leikstýrt var af Joss Whedon, getur státað sig af ýmsu, og m.a. því að hafa verið vinsælasta myndin af öllum bíómyndum í Bandaríkjunum á síðasta ári ef miðað er við tekjur af sýningum myndarinnar á árinu. Það segir þó ekki að öllum finnist hún frábær. Nú hefur myndin fengið þann óskemmtilega stimpil hjá lesendum bandarísks stórblaðs að vera valin ofmetnasta myndin á árinu 2012.

Samkvæmt könnun Los Angeles Times Online þá kusu lesendur blaðsins myndina þá ofmetnustu á árinu, en 2.600 manns tóku þátt í könnuninni. Myndin fékk 85% af atkvæðum þátttakenda, en í öðru sæti kom vísindatryllir Ridley Scott Prometheus, með um 5% atkvæða.

Bernie vanmetnust

Í annarri könnun sama blaðs þar sem kosið var um hvaða mynd var vanmetnust á árinu þá kusu lesendur mynd Jack Black, Bernie. 

Hér að neðan eru úrslitin í könnun vefsíðunnar um ofmetnustu mynd ársins:

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ertu sammála þessari könnun? Eða eiga aðrar myndir heima þarna …