The Dark Knight berst við ólöglegt niðurhal

Eitt erfiðasta verkefni sem mætti Warner Bros með útgáfu nýjustu Batman myndarinnar, The Dark Knight var að sporna gegn ólöglegri útgáfu myndarinnar, sem hefði þá mjög líklega lekið á netið. Þeir gerðu hluti sem hafa aldrei verið gerðir áður í kvikmyndaheiminum og voru óhræddir við að láta hart mæta hörðu.

Warner Bros hafa sjálfir sagt að þessi herferð sín hafi haft gríðarleg áhrif á heildarútkomu fyrstu útgáfuhelginni vestanhafs, en þeir náðu að halda afturaf útgáfu myndarinnar í 36 klukkustundir, en árangur svona herferða er mældur í klukkustundum. Þetta virðist ekki vera langur tími, en þið trúið varla hlutunum sem þeir hafa gert frá upphafi dreifingarinnar til að koma í veg fyrir ólöglega útgáfu hennar.

Útsendarar frá MPAA samtökunum í Bandaríkjunum mættu í kvikmyndahús og klófestu einn aðila sem hélt á myndavél undir jakkanum sínum og var að taka The Dark Knight upp. Maðurinn var handtekinn og húsleit gerð á heimili hans og þar komu í ljós mörg þúsund ólöglegar útgáfur mynda og því var málinu framvísað til FBI, og á þessi maður alls ekki von á góðu.

Starfslið var á vegum Warner Bros sem gerði það eitt allan daginn að kanna vefsíður og athuga hvort ólöglegar útgáfur af henni væru lekandi á netið. Warner Bros bjó til svokallaða þjónustukeðju sem sýndi svart á hvítu hver hafði aðgang að myndinni hverju sinni. Þeir breyttu sendingum þannig að filma myndarinnar mætti í kvikmyndahús í bútum, til þess eins að koma í veg fyrir að myndin gæti öll týnst eða lekið út á einu bretti. Það athugaði mörg hundruðir kvikmyndahúsa í Bandaríkjunum sem og úti um allan heim til þess að athuga hvort ólöglegar upptökur á myndinni ættu sér stað. Þar sem myndin opnaði 2 dögum fyrr í Ástralíu en annarsstaðar þá fengu þar aðilar nætursjónargleraugu sem gátu séð innrauða ljósið frá myndavélum sem áhorfendur í salnum gátu verið með.

MPAA hafa greint frá að stærstu kvikmyndaverin í Hollywood hafi tapað samtals 6,1 milljörðum dollara á ólöglegum útgáfum mynda á síðasta ári. „Við lítum á ólöglegt niðurhal sem samkeppni, og við neitum að láta undan. Við litum til útgáfu Hulk frá árinu 2003, en sú mynd lak á internetið 2 vikum fyrir útgáfuna. Það bjó til slæmt umtal og að okkar mati kom það verulega niður á gróða myndarinnar fyrstu útgáfuhelgina. Þetta er ekki eitthvað sem við vildum sjá gerast með The Dark Knight.“ sagði talsmaður Warner Bros í viðtali fyrir stuttu.