The Game nýr Mr.T ?

Nýjasta slúðrið vestan hafs er að rapparinn The Game leiki B.A. Baracus í nýrri The A-Team bíómynd en hann þykir hafa staðið sig með vel í myndinni Street Kings. Upprunalega hafði verið reynt að fá Ice Cube og Quinton „Rampage“ Jackson til að leika hann en ekkert komið út úr því.

Búið er að staðfesta að Liam Neeson leiki Hannibal Smith og að töffarinn úr Hangover, Bradley Cooper, leiki Templeton „Faceman“ Peck.

Nú spyr ég eins og fjölmiðlar ytra, verður The Game flottur B.A Baracus ? Ef ekki, hver annar ætti þá að fara með hlutverkið ?

Blank