The Voice félagar í Begin Again – Stikla

Fyrsta stiklan er komin fyrir myndina sem áður hét Can A Song Save Your Life? en heitir núna Begin Again, og er með þeim Mark Ruffalo og Keira Knightley í aðalhlutverkum. Myndin var sýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto sl. haust og verður sýnd á Tribeca kvikmyndahátíðinni í New York, sem hefst í apríl.

Sjáðu stikluna hér fyrir neðan:

Myndin fjallar um Dan, yfirmann í hljómplötufyrirtæki sem er búinn að missa vinnuna, en fær nýtt tækifæri í lífinu þegar hann hittir Gretta, sem er sagt upp af kærastanum þegar hann gerir stóran hljómplötusamning. Gretta er einnig tónlistarmaður og Dan vill gera hljómplötu með henni.

(L-R) KEIRA KNIGHTLEY and ADAM LEVINE star in CAN A SONG SAVE YOUR LIFE?

Aðrir leikarar eru m.a. Adam Levine, dómari í The Voice og söngvari hljómsveitarinnar Maroon 5, sem leikur kærastann, Hailee Steinfeld, James Corden, Catherine Keener og fyrrum The Voice kollegi Levine, CeeLo Green.

Myndin verður frumsýnd í almennum sýningum í Bandaríkjunum þann 4. júlí nk.