Þetta eru öll lögin í The Suicide Squad

Á dögunum var stuð- og spennumyndin The Suicide Squad frumsýnd í kvikmyndahúsum og einnig á streymisveitu HBO Max. Um er að ræða sjálfstætt framhald myndarinnar ‘Suicide Squad’ (2016) og heldur snillingurinn James Gunn um stjórntaumana.

Gunn, líkt og margir vita, er þekktastur fyrir Guardians of the Galaxy-myndirnar og hefur góður tónlistarsmekkur oft verið kenndur við kauða og hans verk. Hér er The Suicide Squad engin undantekning, en bæði er myndin hlaðin fjölbreyttum smellum og slögurum og sér enginn annar en John Murphy (28 Days Later, Sunshine, Miami Vice o.fl.) um tónlistina.


Hér að neðan má nálgast heildarlista slagara úr kvikmyndinni á Spotify:

“Folsom Prison Blues” – Johnny Cash
“People Who Died” – The Jim Carroll Band
“Sucker’s Prayer” – The Decemberists
“Samba na Sola” – Ceu
„Adagio“ – Pepe Romero, Sir Neville Marriner, Academy of St Martin in the Fields
“Whistle for the Choir” – The Fratellis
“Point of Know Return” – Kansas
“Sola” – Jessie Reyez
“Can’t Sleep” – K.Flay
“Quem tem Joga” – Dirk Barbosa ft. Gloria Groove, Karol Conka
“Meu Tambor” – Marcelo D2 ft. Zuzuka Poderosa
“Just a Gigolo (I Ain’t Got Nobody)”- Louis Prima
“Hey” – The Pixies
“So Busted” – Culture Abuse
“Oh No!” – Grandson
“Rain” – Grandson and Jessie Reyes


Í myndinni fylgjumst við með ofurþrjótunum Harley Quinn, Bloodsport, Peacemaker og öðru samansafni tugthússlima í Belle Reve fangelsinu ganga til liðs við hina háleynilegu, en vafasömu X sérsveit, þar sem þau fá alvöru vopn upp í hendurnar og er hent út langt utan alfararleiðar, eða á eyjunni Corto Maltese, þar sem óvinir leynast við hvert fótmál – en mögulega óvæntir bandamenn einnig.

Með helstu hlutverk í The Suicide Squad fara Idris Elba, Margot Robbie, John Cena, Peter Capaldi, Viola Davis, Joel Kinnaman og Daniela Melchior.