Thor:The Dark World-vefsíða opnuð

Marvel Entertainment hefur opnað glænýja vefsíðu tileinkaða framhaldsmyndinni Thor: The Dark World.

thor

Þar er hægt að skoða alls kyns upplýsingar um myndina, fyrstu stikluna, ljósmyndir, veggfóður og fleira.

Hér er hægt að skoða vefsíðuna.

Stór slagsmálasena í myndinni var tekin upp á Íslandi síðasta haust.

Leikstjóri er Alan Taylor og fer Chris Hemsworth sem fyrr með hlutverk Þórs þrumuguðs.

Thor: The Dark World er væntanleg í bíó í nóvember.